Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Safnahelgi um helgina
Föstudagur 15. mars 2013 kl. 09:16

Safnahelgi um helgina

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í fimmta sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 16. – 17. mars nk. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni og fjölbreytt dagskrá.  Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis og sölu.  Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin af þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað.

Í ár hafa nokkur veitingahús og gististaðir slegist í hóp með söfnunum og bjóða upp á alls kyns kræsingar og gistimöguleika.  Hægt verður að fá margs konar dýrindis rétti sem eldaðir eru úr hráefni af  Suðurnesjum  en eins og allir vita sækja Suðurnesjamenn ennþá sjóinn og því fjölbreytt úrval góðra sjávarrétta í boði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúar allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Menningarráði Suðurnesja.

Dagskrá safnahelgarinnar má sjá á vefnum safnahelgi.is.

Þarna kennir ýmissa grasa, sýningar, fyrirlestrar og margs konar uppákomur. Myndlist, saga, tónleikar, norræn goðafræði, víkingar, bátasmíði, rokk og ról, Skessan í hellinum, Heimskautin heilla og Sköpun alheimsins svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem haldin verður uppskriftarkeppni á saltfiskréttum.  Í boði er sem sagt mjög fjölbreytt menningardagskrá og ókeypis afþreying fyrir alla fjölskylduna.