Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Safnahelgi á Suðurnesjum um aðra helgi
Föstudagur 2. mars 2018 kl. 09:00

Safnahelgi á Suðurnesjum um aðra helgi

- von á fjölda gesta til Suðurnesja

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin um aðra helgi, dagana 10. til 11. mars, í öllum fimm sveitarfélögum Suðurnesja. Þessi viðburður hefur ávallt vakið mikla ánægju gesta og heimamanna. Viðburðurinn er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma.
 
Helsti markhópur Safnahelgar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins auk heimamanna. Gestum hefur fjölgað ár frá ári sem sækir Suðurnes heim vegna þessa viðburðar. Metnaður hefur verið lagður í dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum en menningarfulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa lagt mikla vinnu í undirbúning fyrir helgina.
 
Í öllum sveitarfélögum verða opnar sýningar, bæði á vegum sveitarfélaganna en einnig einkasýningar. Þá hafa veitingastaðir verið hvattir til þátttöku í viðburðinum, enda von á fjölmörgum gestum til Suðurnesja, sé mið tekið af reynslu síðustu ára en t.a.m. komu þúsundir gesta á þær sýningar og söfn sem voru opin á Safnahelgi í fyrra og þar af voru fjölmargir gestkomandi á svæðinu en mikið er lagt upp úr auglýsingu safnarhelgarinnar utan Suðurnesja með auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og bæjarblöðum á höfuðborgarsvæðinu.
 
Dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum verður aðgengileg á vefnum safnahelgi.is á allra næstu dögum. Hún verður einnig birt í Víkurfréttum í næstu viku.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024