Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Safnað fyrir öndunarvél
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 08:56

Safnað fyrir öndunarvél


Eins og við greindum frá fyrir nokkru hóf Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir söfnun fyrir nýrri ytri öndunarvél sem hún ætlar að gefa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þorbjörg er sjúklingur með langvinna lungnaþembu. Hún hefur þurft að styðjast mikið við ytri öndunarvél í baráttu sinni við sjúkdóminn.

Aðeins ein slík vél er til á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja en stofnunin þarf á tveimur til þremur að halda til að koma til móts við sjúklinga á svæðinu. Sú staðreynd hvatti Þorbjörgu til að hefja söfnunina með dyggum stuðningi vina og fjölskyldu.

Söfnunin hefur gengið ágætlega en tæplega 1,5 milljón er komin í pottinn. En betur má ef duga skal því vélin kostar 2,5 milljónir með nauðsynlegum útbúnaði.

Aðstandendur söfnunarinnar minna á að margt smátt gerir eitt stórt og þeim sem vilja leggju henni lið er bent á reikninsnúmerið hér að neðan.

542-14-401515
kt. 061051-4579

Sem fyrr segir stendur fjölskylda Þorbjargar með henni að söfnunni og hefur hún stofnað Facebook síðu vegna hennar á slóðinni:
www.facebook.com/event.php?eid=369307628311&ref=mf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024