Safna gömlum munum fyrir sögusýningu
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar undirbýr nú sögusýningu í Norðurkoti. Því er óskað eftir gamalli skólatösku, skólaborði og kennarapúlti frá tímabilinu 1920 til 1950. Auk þess óskar félagið eftir hvers konar gömlum munum sem tengjast námi og kennslu. Einnig vantar félagið litla kommóðu og/eða borð, vaskafat og stóla sem æskilegt er að séu frá tímabilinu 1930 til 1940. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar.