Safna fyrir Rauða krossinn í rigningunni
Þessir duglegu krakkar, Gylfi, Kommi, Sigrún og Emilía, létu rigninguna ekki á sig fá og stóðu fyrir tombólu til styrktar Rauða krossinum fyrir utan Samkaup í dag. Ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá og fékk forláta sápustykki á hlægilegu verði.
Þau voru líka með tombólu í gær og höfðu safnað meira en 2000 krónum.
Ágóðinn mun renna til Rauða krossins, en krakkarnir ætla að halda fleiri tombólur í sumar.