Safarík og suðandi
Þessi kom fljúgandi inn á ritstjórnina svona rétt til að láta vita af því að vorið sé komið. Safarík og suðandi hamaðist hún í glugganum hjá ritstjóranum og reyndi að komast út að nýju. Pattaralegur gesturinn fékk aðstoð við að komast út. Fimm mínútum síðar bárust fréttir úr næsta húsi eða þarnæsta að það hafi kostað fullan brúsa af hárlakki að tortíma flugu eins og þessari eða var það kannski þessi sama fluga?
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson