Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sætir svanir í skrúðgarðinum!
Þriðjudagur 29. apríl 2003 kl. 13:29

Sætir svanir í skrúðgarðinum!

Nú er verið að gera tilraunir með það að hafa vatn í tjörninni í skrúðgarðinum í Keflavík, en hún hefur verið höfð vatnslaust nokkur undandarinn ár og þar hafa hjólabrettakappar leikið sér á góðum dögum. Það virðist hins vegar loða við tjarnir í Reykjanesbæ að um leið og þær eru fylltar af vatni þá fyllast þær líka af börnum sem vaða vatnið upp í klof og koma oftar en ekki rennandi blaut heim til sín.Þetta á bæði við um tjörnina í skrúðgarðinum í Keflavík og einnig tjörnina framan við höfuðstöðvar Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvík.

Bæjarstarfsmenn bættu um betur á tjörninni í Keflavík og settu á hana tvo sæta svani. Þeir eru reyndar úr plasti, en margir átta sig ekki á því nema skoða í návígi. Vonandi að svanirnir fái að vera í friði.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024