Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Særún fékk fartölvuna
Föstudagur 22. desember 2006 kl. 10:12

Særún fékk fartölvuna

Fartölvan frá Tölvulistanum í jólalukku Víkurfrétta er gengin út og heitir heppni vinningshafinn Særún Guðjónsdóttir frá Keflavík.

Vinningsmiðann fékk Særún í Kaskó en þegar hafði hún unnið sér inn pulsu og kók á Pulsuvagninum. „Ég fékk engan vinning í fyrra í jólalukkunni,“ sagði Særún í samtali við Víkurfréttir en það er ljóst að heilladísirnar hafa valið Særúnu þetta árið.

Á myndinni er Guðmundur Viktorsson, starfsmaður Tölvulistans, með Særúnu og vinninginn glæsilega en þetta er fyrsta fartölvan sem Særún eignast.

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024