Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sæluhús við sjóinn í Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. júlí 2020 kl. 09:45

Sæluhús við sjóinn í Keflavík

„Við köllum þetta sæluhús þar sem fólk getur sest inn og slappað af, hvort sem það er eftir hlaup, hjólahring eða bara göngu. Í húsunum er plexigler sem snýr út að sjónum til að njóta útsýnis. Þetta er svona skemmtilegur hvíldarstaður þar sem hægt er að njóta útsýnisins og fá sér kaffi eða hvað sem er ef fólk vill,“ segir Hildur Hlíf Hilmarsdóttir, annar tveggja verkefnastjóra Hughrif í bæ í Reykjanesb. 

Þessi sæluhús hafa verið sett upp á Bakkalág, túninu milli Ægisgötu og Hafnargötu í Keflavík, í nágrenni við sjómannamerkið. Nú hefur einnig verið settur upp hátalari við eitt sæluhúsið sem hægt er að tengjast í gegnum blátönn (Bluetooth) og skella tónlist á eða töluðu máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um verkefni Hughrif í bæ í næstu rafrænu Víkurfréttum sem koma út í þessari viku.