Sæll herra nóvember!
– hálfber slökkviliðsmaður og allt á floti við Flugvallarveg
Talsverð slysahætta skapaðist á Flugvallarvegi í Reykjanesbæ í hádeginu þegar slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja hóf að afklæða sig við brunahana sem stendur við götuna. Vatnið gusaðist úr brunahananum og samstarfsmaður slökkviliðsmannsins kraup á hné skammt frá.
Grunar okkur á VF að þarna væri á ferðinni herra nóvember á dagatali slökkviliðsins fyrir næsta ár. Það mun koma í ljós fljótlega.