Sædís bar sigur úr býtum í "Gullnu Röddinni"
Söngkeppnin Gullna Röddin var haldin í Félagsmiðstöðinni Skýjaborg við Víkurbraut 11 í Sandgerði sl. fimmtudag. Átta atriði tóku þátt að þessu sinni og var salurinn þéttsetinn af stuðningsfólki. Öll atriðin voru afar vönduð og eiga krakkarnir svo sannarlega hrós skilið fyrir frammistöðuna.
Þó svo að allir hafi staðað sig vel var engu að síður valið í 1.- 3.sæti og var það val svohljóðandi:
1. sæti: Sædís Björg í 6. bekk með lagið: Talað við gluggann.
2. sæti: Vania og Magdalena í 7. bekk með lagið: Baby one more time.
3. sæti: Dagbjört og Anna í 6. bekk með lagið: Ég sjálf.
Myndir/ www.245.is