Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

SÁÁ heldur borgarafund í Reykjanesbæ
Mánudagur 12. október 2015 kl. 15:14

SÁÁ heldur borgarafund í Reykjanesbæ

SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann boða til opins borgarafundar um áfengis- og vímuefnavandann í Bíósal Duus safnahúsa næsta fimmtudag, þann 15. október. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er öllum opinn. Þetta er sjötti opni borgarafundurinn sem SÁÁ hefur boðað til víða um land á þessu ári og nú er komið að Reykjanesbæ.

Á fundinum verða flutt erindi í tónum og tali. Fram koma: Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, Haukur Hilmarsson, fjármálaráðgjafi, Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og Eva Þyrí Hilmarsdóttir, píanóleikari. Fundarstjóri er Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að loknum erindum verður gestum boðið að tjá sig og spyrja spurninga. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, enginn aðgangseyrir.