Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sá fjórði var Þvörusleikir
Laugardagur 14. desember 2013 kl. 15:00

Sá fjórði var Þvörusleikir

Þvörusleiki þótt afskaplega gott að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús þegar færi var á til að næla sér í þær. Þvara var stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif er notuð nú á dögum. Hann kemur til byggða í nótt.


Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Jóhannes úr Kötlum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Íslensku jólasveinarnir eru jólavættir af tröllakyni. Foreldrar þeirra eru Grýa og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt. Í fyrstu voru þeir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir.

Til að auðvelda íslenskum jólasveinum að muna í hvaða röð og hvaða daga þeir fara á milli húsa og gefa í skó, fengum við til liðs við okkur Huldu og Krumma hjá Raven Design til að nota myndir af jólasveinunum sem þau hafa hannað og selt.