Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sá fimmti Pottaskefill
Sunnudagur 15. desember 2013 kl. 15:00

Sá fimmti Pottaskefill

Pottaskefill eða Pottasleikir skóf og sleikti í sig skófirnar innan úr pottunum. Hann kemur til byggða í nótt, sá fimmti í röðinni.


Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Jóhannes úr Kötlum
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslensku jólasveinarnir eru jólavættir af tröllakyni. Foreldrar þeirra eru Grýa og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt. Í fyrstu voru þeir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir.

Til að auðvelda íslenskum jólasveinum að muna í hvaða röð og hvaða daga þeir fara á milli húsa og gefa í skó, fengum við til liðs við okkur Huldu og Krumma hjá Raven Design til að nota myndir af jólasveinunum sem þau hafa hannað og selt.