Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. desember 1999 kl. 22:31

SÁ DANSKA KÓNGINN

Steinunn Sigurðardóttir hefur verið búsett á bænum Brekku í Garðinum síðan árið 1938. Hún er fæddist árið 1917 á Snæfellsnesi en fluttist snemma til Reykjavíkur. „Mér er minnisstætt þegar danski kóngurinn kom til Reykjavíkur, Friðrik 8. Það hefur sennilega verið árið 1927. Ég fór með móður minni niður í bæ til að sjá kónginn og ég man að við vorum staddar á Hverfisgötunni og sáum hann úr fjarlægð. Þjóðhátíðin á Þingvöllum árið 1930 var líka óskaplegt upplivelsi þegar haldið var uppá 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar. Ég var þá tólf ára. Allt landið var á öðrum endanum vegna þjóðhátíðarinnar 1930. Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir tóku þá á móti kóngafólkinu“, segir Steinunn. Hún minnist þess einnig þega hún kom akandi árið 1974 frá Laugarvatni og ók yfir Lyngdalsheiðina í átt að Þingvöllum. „Þegar við komum yfir heiðina fengum við morgunsólina í fangið og Þingvellir blöstu við okkur. Þetta var sú fallegasta sjón sem ég hef nokkru sinni augum litið.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024