Rýni oftast í veðurspána
Þorvarður Guðmundsson svarar verslunarmannahelgarspurningum VF
Þorvarður Guðmundsson
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Norðurlandið togar alltaf í mann en sennilega verður Suðausturlandið ofan á í þetta sinn.
Með hverjum á að fara?
Með hverjum á að fara?
Með besta ferðafélaganum, henni Ingunni minni.
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Já, ég rýni oftast í veðurspána áður en tekin er ákvörðun um hvert skal halda.
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Á síðasta ári vorum við í góðum félagsskap á rólegu tjaldsvæði í Þjórsárveri í Villingaholtshreppi, í hittifyrra fórum við um Snæfellsnesið og þar áður vorum við á góðum stað á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð.
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Við þjófstörtuðum sumrinu með því að fara í tjaldútilegu í maí um Norðurlöndin og vorum þar að hluta til með syni okkar og fjölskyldu sem býr í Noregi. Sú ferð var alveg frábær en svo erum við m.a. búin að fara í langþráða ferð um Vestfirðina og síðustu helgi fórum við á Eld í Húnaþingi sem er héraðshátíð í Húnaþingi vestra þar sem við bjuggum í mörg ár.
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Ég hef prófað flestar tegundir af ferðavögnum. Frá tjaldi yfir í tjaldvagn og þaðan í fellihýsi og núna í vor keyptum við hjónin okkur húsbíl sem við erum alsæl með. Við erum búin að fara í útilegur flestar helgar í sumar.
Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Veðrið í sumar hefur ekki beint leikið við okkur hjónin og við grínumst með það að við höfum verið að elta vonda veðrið í sumar. En við ferðumst sólarmegin í lífinu og klæðum okkur bara eftir veðri hverju sinni.