Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rut áritar í Pennanum
Föstudagur 14. nóvember 2003 kl. 16:33

Rut áritar í Pennanum

Reynslusaga Rut Reginalds söngkonu úr Keflavík er komin út, en Rut áritar nú bók sína í Pennanum í Keflavík. Í bókinni segir Rut frá lífshlaupi sínu, en eins og flestir vita var hún ein helsta barnastjarna landsins um margra ára skeið. Margar sögur úr Keflavík eru í bókinni. „Ég er náttúrulega alin upp í Keflavík og í bókinni eru margar reynslusögur héðan, bæði góðar og svo miður góðar. Mér þykir ofsalega vænt um Keflvíkinga og ber miklar taugar til svæðisins,“ sagði Rut í samtali við Víkurfréttir.
Samhliða bókinni hefur verið gefinn út geisladiskur með  barnalögunum sem Rut söng hér áður fyrr og segir Rut það vera gott tækifæri fyrir foreldra að gefa börnunum sínum geisladiskinn um leið og það kaupir bókina.
Rut Reginalds mun spila fyrir dansi á veitingastaðnum Paddy´s föstudags- og laugardagskvöld.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Rut að árita bók sína í Pennanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024