Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Rúnturinn í Keflavík árið 1999 í nýrri heimildarmynd
  • Rúnturinn í Keflavík árið 1999 í nýrri heimildarmynd
Miðvikudagur 25. mars 2015 kl. 09:38

Rúnturinn í Keflavík árið 1999 í nýrri heimildarmynd

Nokkrum hressum ungmennum af Suðurnesjum brá fyrir í umfjöllun Djöflaeyjunnar á RÚV í gærkvöldi. Þar var fjallað um heimildarmyndina Rúnturinn, sem er séríslenskt fyrirbæri. Í þáttunum ferðast tveir ungir menn um landið og kynnast 10 mismunandi bæjarfélögum sumarið 1999, einu kvöldi í hverjum bæ. 

Leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson er framleiðandi heimildarmyndarinnar og segir hana mikilvæga heimild um deyjandi menningu. Það sé miklu meiri mýkt á djamminu þarna en tíðkast í dag. Leikstjórinn Steingrímur Dúi Másson segir að farið hafi verið í þessa heimildarmyndargerð nokkurn veginn með augum mannfræðings og blandast hópnum sem þeir hittu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og sjá má í myndbandinu er myndin einnig skemmtileg og mikilvæg heimild um Hafnargötuna í Keflavík á þeim tíma. Hægt er að greina verslanir og þjónustufyrirtæki sem jafnvel hafa lagt upp laupana eða aðrar komið í staðinn. Umfjöllunin hefst á mínútu 8:25.