Rúnni Júll og Rými á Grandrokk
 Rúnni Júll heldur útgáfutónleika á Grandrokk í Reykjavík á morgun í tilefni af ný útkominni plötu sinnar, "Það þarf fólk eins og þig". Er það mál manna að þarna sé á ferðinni besta sólóplata sem kappinn hefur gefið frá sér. Á plötunni fær hann m.a. Fálkana frá Keflavík og Gáluna til að liðs við sig við útsetningar og hljóðfæraleik.Hljómsveitin Rými sér um að hita mannskapinn upp en þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila allir saman síðan í júní. Rými tók sér smá frí eftir að þeir gáfu út plötuna "Unity for the first time" fyrr á árinu og er áætlað að Rými byrji rétt fyrir miðnætti og svo taka Rúnni og félagar við.
Rúnni Júll heldur útgáfutónleika á Grandrokk í Reykjavík á morgun í tilefni af ný útkominni plötu sinnar, "Það þarf fólk eins og þig". Er það mál manna að þarna sé á ferðinni besta sólóplata sem kappinn hefur gefið frá sér. Á plötunni fær hann m.a. Fálkana frá Keflavík og Gáluna til að liðs við sig við útsetningar og hljóðfæraleik.Hljómsveitin Rými sér um að hita mannskapinn upp en þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila allir saman síðan í júní. Rými tók sér smá frí eftir að þeir gáfu út plötuna "Unity for the first time" fyrr á árinu og er áætlað að Rými byrji rétt fyrir miðnætti og svo taka Rúnni og félagar við.Að lokum vitnum við í skemmtilega setningu sem okkur barst með fréttatilkynningu um tónleikana: Gerðu sjálfum þér greiða og mættu á keflvíska menningu í höfuðborginni!



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				