Rúnar Júlíusson og Baggalútur gefa út smáskífu
Hljómsveitin Baggalútur hefur gefið út smáskífu í samstarfi við Rúnar Júlíusson með laginu „Pabbi þarf að vinna í nótt.“
Baggalútur hefur unnið að fyrstu breiðskífa sinni í hljóðveri Rúnars, Gimsteini en hún á að koma út í haust.
Sumir kannast eflaust við „Settu brennivín í mjólkurglasið vina (því að ég er kominn heim),“sem Baggalútur gaf út fyrr í sumar. Má vænta þess að fleiri gullmolar séu frá þeim félögum á breiðskífunni.
Í laginu „Pabbi þarf að vinna í nótt“ fer Rúnar Júl á kostum í sveitasveiflu að því er kemur fram í tilkynningu frá Baggalút.
Baggalútur hefur unnið að fyrstu breiðskífa sinni í hljóðveri Rúnars, Gimsteini en hún á að koma út í haust.
Sumir kannast eflaust við „Settu brennivín í mjólkurglasið vina (því að ég er kominn heim),“sem Baggalútur gaf út fyrr í sumar. Má vænta þess að fleiri gullmolar séu frá þeim félögum á breiðskífunni.
Í laginu „Pabbi þarf að vinna í nótt“ fer Rúnar Júl á kostum í sveitasveiflu að því er kemur fram í tilkynningu frá Baggalút.