RÚNAR HART GEFUR ÚT GEISLADISK
Þann 28. júlí síðastliðinn gaf HART TO HART útgáfan út nýjan sólódisk með Rúnari Hartmannssyni sem ber nafnið „Rúnar Hart - með þér“. Á disknum eru 12 lög og eitt örljóð sem öll eru samin af Rúnari Hart og hann samdi jafnframt flesta textana. Diskurinn var hljóðritaður í hljóðverinu Geimsteinn á tímabilinu frá janúar til mars á þessu ári. Lög og textar hafa fengið góða, bæði í útvarpi sem og frá ánægðum kaupendum og mun Japis sjá dreifingu disksins um land allt.Rúnar kynnti diskinn fyrst á kántrýhátíðinni á Skagaströnd um verslunarmannahelgina og fékk mjög góðar viðtökur. Seldist töluvert magn diska á hátíðinni. Þá hefur diskurinn verið spilaður í útvarpi og hann kynntur á Bylgjunni, í þættinum King Kong. Hermann Gunnarsson á Bylgjuhraðlestinni tók viðtal við Rúnar og flutti Rúnar nokkur lög af disknum í Skrúðgarðinum í Keflavík ásamt hljómsveitinni Sveitó en þess ber að geta að Sveitó lék undir á „Rúnar Hart - með þér“ auk Júlíusar Guðmundssonar.Laugardaginn 21. ágúst mun Rúnar Hart og meðlimir hljómsveitarinnar Sveitó kynna og selja diskinn á Kaffi Duus milli kl. 16-18. Þar geta áhugasamir fengið diskinn áritaðan. Útgefandi