Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rúmlega 350 börn tóku þátt í öskudagsgetraun
Föstudagur 5. mars 2004 kl. 15:09

Rúmlega 350 börn tóku þátt í öskudagsgetraun

Á öskudag hefur Bókasafn Reykjanesbæjar boðið þeim börnum sem heimsækja safnið að taka þátt í getraun. Þátttaka hefur alltaf verið mjög góð og nú síðast voru 354 börn sem tóku þátt.
Að öskudegi loknum eru nokkrir miðar dregnir upp úr pottinum og voru verðlaunahafar að þessu sinni fjórir, þrjár stúlkur og einn drengur og fengu þau öll bókagjafir. Þau sem fengu verðlaun í ár voru f.v. Júlía Sólimann Ólafsdóttir, Arnbjörn Óskar Haraldsson (með stóru systur Gunnhildi Stellu), Rita K. Haraldsdóttir og Ásdís Vala Freysdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024