Rúmlega 30 nemendur í Listaskóla Reykjanesbæjar
Listaskóla Reykjanesbæjar var slitið föstudaginn 12. ágúst, en rúmlega 30 nemendur sóttu skólann að þessu sinni. Kennarar voru þau Jóna Guðrún Jónsdóttir, leiklistarkennari og Magnús Valur Pálsson, sem sá um myndlistina.
Kennslan fór fram í Svarta pakkhúsinu og Frumleikhúsinu, en Listahátíð skólans fór fram í Frumleikhúsinu þann 11. ágúst. Þar var sýndur var afrakstur þriggja vikna vinnu nemenda, leikrit og myndlist.