Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Rúmlega 2000 blöðrum sleppt í dag
Fimmtudagur 30. ágúst 2012 kl. 08:53

Rúmlega 2000 blöðrum sleppt í dag

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar setur Ljósanótt í 13. sinn í dag kl. 10.30 við Myllubakkaskóla. Nemendur allra grunnskólanna og elstu börn á leikskólum koma fylktu liði í skrúðgöngu, hver frá sínum skóla, skreytt litum skólanna og safnast saman við elsta grunnskóla bæjarins.

Þar fer fram sérstök dagskrá sem er í höndum grunnskólanna sjálfra sem lýkur svo með því að börnin sleppa rúmlega 2000 marglitum blöðrum til himins. Gangan og setningin tengist friði, gleði og fjölbreytileika mannkynsins.

Litir skólanna – litir á blöðrum
Akurskóli – gult
Háaleitisskóli – rústrautt (dökk rautt)
Heiðarskóli – blátt
Holtaskóli – appelsínugult
Myllubakkaskóli – rautt
Njarðvíkurskóli – grænt
Leikskólarnir – fjólublátt

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25