Rúm 35.000 kg. af fólki í Loddugöngu
Svokölluð Lodduganga er fastur liður á Sandgerðisdögum. Gangan er aðeins ætluð 20 ára og eldri en í henni eru farið í vísindaferð um Sandgerði og stoppað á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem boðið er upp á veitingar.
Einn viðkomustaður í göngunni er hafnarvogin í Sandgerði og í ár viktaði hópurinn rúmlega 35.000 kg. Meðfylgjandi myndir voru teknar í göngunni, annars vegar við safnaðarheimilið og hins vegar við Samkomuhúsið í Sandgerði þar sem Íslenska gámafélagið tók á móti gestum og bauð upp á veitingar í dósum.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Fleiri myndir frá Sandgerðisdögum koma á vf.is í dag.