Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ruddinn rafpoppar með Heiðu Eiríks
Bertel Ólafsson er eini meðlimur hljómsveitarinnar en hefur á undanförnum árum fengið söngkonuna Heiðu Eiríks til samstarfs við sig, og söng hún, ásamt Bertel sjálfum, mörg þeirra laga sem finna má á síðustu breiðskífu Ruddans, "I need a vacation", sem ko
Þriðjudagur 3. júlí 2012 kl. 23:31

Ruddinn rafpoppar með Heiðu Eiríks

Ruddinn rafpoppar með Heiðu Eiríks

Hljómsveitin Ruddinn er á ferðinni aftur í sumar með dansvænan poppsmell, sem heitir "Chrome like mirror". Bertel Ólafsson er eini meðlimur hljómsveitarinnar en hefur á undanförnum árum fengið söngkonuna Heiðu Eiríks til samstarfs við sig, og söng hún, ásamt Bertel sjálfum, mörg þeirra laga sem finna má á síðustu breiðskífu Ruddans, "I need a vacation", sem kom út á síðasta ári.

Bertel hefur verið að fást við tónlistarsköpun í fjölda ára og hefur sent frá sér 3 stórar plötur, ásamt fjölda smáskífa. Nýja lagið, sem er undanfari plötu í vinnslu, er taktfast syntapopp, og ef til vill örlítið skref í átt að enn dansvænni raftónlist en hann hefur gert hingað til. Bertel sækir  innblástur í breskt indíe rokk og rafpopp 9. áratugarins.  Áhrifanna gætir í tónlist Ruddans en þó má heyra margt annað í henni.

,,Chrome like mirror"er samstarfsverkefni mín og Heiðu, þar sem hún semur sönglínu og texta við grunn sem ég hef gert. Það hefur reynst vel að vinna á þennan hátt, því þegar ólíkir einstaklingar blanda saman tónlist á þennan hátt verður til samsuða sem er spennandi. Ég held að nýja lagið sé vel til þess fallið að dilla sér í sumarstemmningunni og það er gaman að gera svona rafpopp saman," segir Bertel. ,,Aron Arnarsson sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun eins og á síðustu plötu minni, og tekst vel upp, eins og við er að búast."

"Chrome like mirror" verður fáanlegt á www.gogoyoko.com og www.tonlist.is
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024