Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rósmarý er FS-ingur vikunnar
Rósmarý Kristín. VF-mynd: Sólborg
Sunnudagur 29. október 2017 kl. 05:00

Rósmarý er FS-ingur vikunnar

FS-ingur:
Rósmarý Kristín Sigurðardóttir.

Á hvaða braut ertu?
Raunvísindabraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Ég er úr Njarðvík og er á 19 ári.

Helsti kostur FS?
Það er skemmtilegt að vera partur af nemendafélaginu.

Hver eru þín áhugamál?
Körfubolti, dýr, list og tíska.

Hvað hræðist þú mest?
Flugvélar og báta.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Brynjar Atli, hann á eftir að ná langt í fótboltanum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Thelma Hrund, hún er alltaf í stuði.

Hvað sástu síðast í bíó?
Undir trénu.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Tyggjó, ódýrari mat og hollari boost.

Hver er þinn helsti galli?
Ég ofhugsa allt.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég á létt með að lesa fólk.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Instagram og VSCO.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ekki hafa mætingu svona stranga þar sem framhaldsskóli er val en ekki skylda.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Hreinskilni og góð framkoma.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það er gott ef þú ert í nefnd.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Mig langar að verða eitthvað tengt læknisfræði, t.d tannlæknir eða venjulegur læknir. Eða einhvað tengt efnafræði, t.d. lyfjafræðingur eða efnafræðingur.

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Nálægðin við flugvöllinn.

Eftirlætis-
Kennari: Gummi efnafræðikennari og Bagga.
Fag í skólanum: Efnafræði.
Sjónvarpsþættir: Friends og The Good Wife.
Kvikmynd: Engin ein í uppáhaldi.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Á allt of marga. En þeir helstu eru Dire straits, Coldplay, The 1975, Alex Turner, Harry Styles og Rihanna.
Leikari: Johnny Depp og Leonardo DiCaprio.