Rósin okkar í safnaðarheimili Sandgerðis
Þjóðlagahljómsveitin Rósin okkar mun halda tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði sunnudaginn 13. september kl. 15:00. Þar mun hljómsveitin leika þjóðlög úr ýmsum áttum; norsk, írsk, skosk og íslensk. Undanfarna mánuði hefur hljómsveitin getið sér gott orð fyrir líflegan tónlistarflutning; m.a. með leik á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, á Vitanum, Rósenberg og Paddy's, svo eitthvað sé nefnt. Aðgangseyrir er 1.000.- kr.
Hljómsveitina skipa:
Ari Agnarsson - harmónikka, söngur
Rósa Jóhannesdóttir - fiðla, Harðangursfiðla, söngur
Kristján Kristmannsson - gítar, söngur
Skarphéðinn Haraldsson - gítar, bodhran, söngur