Rollurokk í Listatorgi
Laugardaginn 15. maí munu félagar í Lista- og menningarmálafélagi Listatorgs blása til vorveislu til heiðurs íslensku sauðkindinni.
Handverksfólk Listatorgs hefur undirbúið þessa vorhátíð frá því í haust þegar sú ákvörðun var tekin að búa til dagskrá í kringum þessa mikilvægu búgrein Íslendinga frá örófi alda.
Nú vilja félagsmenn Listatorgs þakka sauðkindinni með ýmsum hætti.
Á staðnum verða m.a. nýborin lifandi lömb ásamt mæðrum sínum en sauðfjárbændur eru nokkrir í landi Miðness.
Listaverk tengd sauðkindinni verða til sýnis í sýningarsal Listatorgs og listafólk mun koma fram og flytja ljóð í tilefni dagsins.
---
Ljósmynd/elg.