Rollufjör í Þórkötlustaðarétt í dag
Dregið verður í dilka í dag í Þórkötlustaðarétt við Grindavík. Þá verður ratleikurinn „Finna féð“, ratleikur fyrir alla fjölskylduna í nágrenni við Þórkötlustaðaréttirnar. Leikurinn gengur út á að leita að vísbendingum og svara léttum spurningum sem tengjast sauðkindinni. Svörin sett í pott og dregið úr réttum svörum. Ullarvinningar að sjálfsögðu í verðlaun. Veitingar í Auðsholti og harmonikkuuspil á staðnum.Sjá nánar hér!






