Róleg og notaleg stund með Lundi og Klassart í kvöld
Erlingur Jónson forsvarsmaður forvarnarverkefnisins Lundur mun halda kynningu á starfsemi Lundar í kvöld, miðvikudaginn 26. ágúst í safnaðarheimilinu í Sandgerði og er það dagskrárliður á Sandgerðisdögum. Ásamt honum mæta einstaklingar sem ætla að deila með okkur reynslusögum sínum.
Í framhaldi mun hljómsveitin Klassart halda tónleika. Á tónleikunum verður komið víða við, tekin verða lög af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar er fengið hefur heitið „Bréf frá París“ í bland við eldra efni og einstaka ábreiður.
Gaman er að segja frá því að Erlingur og meðlimir Klassarts, systkinin Pálmar, Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn eru öll Sandgerðingar.
Eru Sandgerðingar og aðrir gestir hvattir að mæta og eiga rólega kvöldstund saman. Aðgangseyrir er 500 kr.