Rokkuðu í Reykjavík
Suðurnesjaböndin Æla og Koja rokkuðu í Reykjavík ásamt reykvísku hljómsveitinni Weapons á Café Amsterdam í miðborg Reykjavíkur á fimmtudagskvöld.
Bæði Æla og Koja léku lög af plötum sínum sem nýlega komu í verslanir en fín mæting var á Café Amsterdam á fimmtudagskvöld og voru fjölmargir Suðurnesjamenn á staðnum.
Koja gaf nýverið út sína fyrstu geislaplötu sem ber heiti sveitarinnar en Æla gaf út diskinn „Sýnið tillitssemi, ég er frávik.“ Báðar geislaplöturnar voru teknar upp í Geimsteini, upptökuheimili Rúnars Júlíussonar.
Hægt er að nálgast diska hljómsveitanna í næstu hljómvöruverslun.
[email protected]
Mynd 1 og 3: Æla
Mynd 2 og 4: Koja