Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Rokktónleikar á Paddy´s í kvöld
Fimmtudagur 18. nóvember 2004 kl. 14:55

Rokktónleikar á Paddy´s í kvöld

Það verða TommyGun Preachers, Númer Núll og Gun Shy Odyssey sem munu troða upp á Paddy´s við Hafnargötu í kvöld. Herlegheitin hefjast kl. 21:00 og það er frítt inn.

TommyGun Prechers þarf vart að kynna þó nokkuð vatn hafi fallið til sjávar síðan þeir héldu tónleika. Í kvöld munu þeir kynna fyrir rokkþyrstu Suðurnesjafólki nokkuð af nýju efni en heyrst hefur á götum bæjarins að þeir séu að taka breytta stefnu. Þó
munu slagarar á borð við Rusty Nail, og Leeches sennilega flæða um húsið en þau lög hafa t.d. verið í spilun á X-inu.

Númer Núll verða rokkaðir í kvöld en þeir koma frá Reykjavík.

Gun Shy Odyssey eru ungir strákar úr Reykjanesbæ sem ætla sér að
sprengja þakið af kofanum. Reyndar eru þeir svo ungir að þeir fengu
undanþágu til að spila á staðnum gegn því að þeir spili nógu snemma og
láti sig svo hverfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024