Rokkstokk í dag - sjö efnilegar hljómsveitir keppa
Hljómsveitarkeppnin Rokkstokk 2010 fer fram í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ í dag, laugardag. Húsið opnar kl. 16:30 en keppnin hefst kl. 17:00. Þar koma 7 ungar og efnilegar hljómsveitir fram og keppast um sigurlaunin. Keppnin verður tekin upp af Rás 2 og send út í útvarpsþættinum Skúrnum og sigurhljómsveitirnar fá m.a. upptökutíma í Geimsteini í verðlaun. Þær hljómsveitir sem koma fram á Rokkstokk 2010 eru G-moll, SkyReports, Narfur, Keanu, Ali & Aron G, Reason to believe og Askur Yggdrasils.
Rokkstokk 2010 er styrkt af Menningarráði Suðurnesja og er skipulagt af SamSuð í samstarfi við Rás 2, Geimstein og Víkurfréttir. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni rokkstokk.net.