Rokkað í Fjörheimum
Hljómsveitakeppni var haldin í Fjörheimum miðvikudaginn 20.apríl. Hljómsveitirnar ExEm, PostMortem og Prometheus kepptu og var keppnin mjög hörð.
Post Mortem stóðu síðan uppi sem sigurvegarar og fá þeir tíma í hljóðveri í verðlaun. Þrjár gestahljómsveitir spiluðu en það voru hljómsveitirnar Anti Feministar, Gun Shy Oddysey og hljómsveitin Sorbital úr Hafnarfirði.
Strákarnir í þættinum Pólís komu í heimsókn og tóku upp stemmninguna sem verður væntanlega sýnd í næsta þætti. Loftið í húsinu var rafmagnað og rokkið var alsráðandi. 110 manns mættu á svæðið til að fylgjast með.