Rokk í Reykjanesbæ
Á föstudagskvöldið munu fjölmargar rokkhljómsveitir stíga á stokk í Reykjanesbæ. Tilefnið er rokktónleikar sem haldnir verða í Frumleikhúsinu á Vesturgötunni. Davíð Örn Óskarsson, einn skipuleggjenda tónleikanna, sagði í samtali við Víkurfréttir að rokkhljómsveitirnar koma allstaðar að og þessvegna megi búast megi við þvílíkri stemningu. „Bönd einsog Lokbrá, Æla og Lena munu trylla lýðann ásamt öðrum merkum hljómsveitum.“ Húsið opnar klukkan 19:00 en brjálæðin hefst 19:30. Frítt er inn á tónleikana og ekkert aldurstakmark er. Munið þó að þetta er vímulaus skemmtun.