Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Rockville um helgina
  • Rockville um helgina
    Halli Valli úr hljómsveitinni Ælu verður í stuði á Paddy's um helgina.
Mánudagur 28. apríl 2014 kl. 12:36

Rockville um helgina

Grjóthörð tónlistarhátíð

Tónlistarveislan Rockville verður haldin um helgina 1.- 3. maí nk. en hátíðin fer að venju fram á Paddy's í Reykjanesbæ. Í fyrra fagnaði Paddy's 10 ára afmæli sínu með pompi og prakt en staðurinn hefur stuðlað að því að veita ungu og efnulegur tónlistarfólki af Suðurnesjum tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast.

Paddy's hlaut m.a. menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrirækjasúluna árið 2010 fyrir eflingu tónlistarlífs í Reykjanesbæ með því að skapa ungu tónlistarfólki tækifæri til flutnings tónlistar. Frá stofnun Paddy's hefur verið lagt áherslu á lifandi tónlist og hefur staðurinn, ásamt ýmsum ráðgjöfum skipulagt tónleika og aðra menningarviðburði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rockville er árleg tónlistarhátíð sem var haldin í fyrsta skiptið árið 2005 á Paddy's í Reykjanesbæ. Nafnið á hátíðinni er fengið að láni frá grjótaþorpinu, „Rockville“ sem stóð á Miðnesheiði en þá vildu skipuleggjendur hátíðarinnar að hætt yrði við að rífa þær byggingar sem þar stóðu og þær yrðu nýttar t.d. undir tónlistarþróunarmiðstöð. Þorpið fauk og á heiðinni eru eftir sorglegar götur þorpsins og grunnar húsanna sem þar stóðu.

Dagskráin um helgina:

FIMMTUDAGUR 1. MAÍ
21:00 - Aesculus
21:45 - Conflictions
22:30 - Icarus
23:15 - TBC
00:00 - In The Company Of Men

FÖSTUDAGUR 2. MAÍ
21:00 - dj. flugvél og geimskip
21:45 - Caterpillarmen
22:30 - Aela (Æla)
23:15 - Lokbrá
00:00 - Skelkur í bringu
01:00 - 04:30 - G-Strengirnir Keflavík

LAUGARDAGUR 3. MAÍ
21:00 - Íkorni
21:45 - Johnny And The Rest
22:30 - Eyþór Ingi og Atómskáldin
23:15 - Markús and the Diversion Sessions
00:00 - Mystery Boy feat. Mixed Emotions
01:00 - 04:30 - Diskótekið Mixed Emotions

MIÐAVERÐ
3.500 IKR: Helgarpassi sem gefur aðgang alla daga og veitir 500 kr. afslátt í Rokksafn Íslands í Hljómahöll.

1.500 IKR - Stakt kvöld