Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Rockville um helgina
Miðvikudagur 9. nóvember 2011 kl. 10:21

Rockville um helgina

Rockville er árleg tónlistarhátíð sem var haldin í fyrsta skiptið árið 2005 á Paddy's í Reykjanesbæ. Að þessu sinni mun hátíðin færa sig úr skugga Ljósanætur og er haldin núna um helgina 10. - 12. nóvember. Nafnið á hátíðinni er fengið að láni frá grjótaþorpinu, „Rockville" sem stóð á Miðnesheiði en þá vildu skipuleggjendur hátíðarinnar að hætt yrði við að rífa þær byggingar sem þar stóðu og þær yrðu nýttar t.d. undir tónlistarþróunarmiðstöð. Þorpið fauk og á heiðinni eru eftir sorglegar götur þorpsins og grunnar húsanna sem þar stóðu. Árið 2005 og árið eftir var hún haldin um Ljósanæturhelgina, fyrstu helgina í september.

Eins og undanfarin ár er nú stefnt að því að halda hátíðina á Paddy´s í Keflavík. Hátíðin hefur verið haldin við góðan orðstír og er þess vert að geta að Paddy's hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrirækjasúluna árið 2010 fyrir eflingu tónlistarlífs í Reykjanesbæ með því að skapa ungu tónlistarfólki tækifæri til flutnings tónlistar. Frá stofnun Paddy's hefur verið lagt áherslu á lifandi tónlist og hefur Paddy's ásamt ýmsum ráðgjöfum skipulagt tónleika og aðra menningarviðburði. Þetta hefur verið unnið af hugsjón, áhuga og ástríðu til listarinnar og oftast í sjálfboðavinnu.
Hátíðin í fyrra gekk vonum framar en ásamt ríflega 30 listamönnum, sóttu hátíðina heim hundruðir gesta og gerðu gott mót.

Hátíðin hefur verið með puttann á púlsinum í íslensku tónlistarlífi og er þar engin undatekning á í ár. Þau bönd og listamenn sem eru að gera sig líkleg eru:

ODDUR INGI


TRAUSTI LAUFDAL

LOCKERBIE

ÆLA

ÚTIDÚR

GRUNNBANDIÐ

BLACK EARTH

GRAMMIÐ

BAKU BAKU

HELLVAR

BÁRUJÁRN

REYKJAVÍK!

MIXED EMOTIONS DJ SET

KALLAKÓRINN BARTÓNAR

REASON TO BELIEVE

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024