Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rockville Festival í fjórða sinn
Þriðjudagur 25. nóvember 2008 kl. 15:05

Rockville Festival í fjórða sinn

Tónlistarhátíðin Rockville verður haldin fjórða árið í röð nú um komandi helgi. Dagskráin í ár er síður en svo af verri endanum en listamenn eins og Dr. Spock, Retro Stefson, Mammút, Agent Fresco, Fm Belfast, Slugs, Æla, Hellvar, Dark Harvest, Andrúm, Klaus, Miri, DLX ATX, Morðingjarnir og Sudden Weather Change sem hafa staðfest komu sína.

Rockville Festival er árleg tónlistarhátíð sem var haldin í fyrsta skiptið árið 2005 á skemmtistaðnum Paddy's í Reykjanesbæ. Nafnið á hátíðinni er fengið að láni frá grjótaþorpinu, „Rockville" sem stóð á Miðnesheiði en þá vildu skipuleggjendur hátíðarinnar að hætt yrði við að rífa þær byggingar sem þar stóðu og þær yrðu nýttar t.d. undir tónlistarþróunarmiðstöð. Þorpið fauk og á heiðinni eru eftir sorglegar götur þorpsins og grunnar húsanna sem þar stóðu. Árið 2005 og árið eftir var hún haldin um Ljósanæturhelgina, fyrstu helgina í september.
Skipuleggjendur hátíðarinnar ákváðu að færa dagskránna tveim helgum aftar í árið 2007. Ástæðan var fyrst og fremst að augljóst þótti að hátíðin átti einungis eftir að vaxa og dagskráin var í togstreitu við dagskrá Ljósanætur. Í ár er hátíðin haldin 27. – 30. nóvember.

Dagskráin í ár hefst fimmtudaginn 27. nóvember og lýkur á sunnudagsmorgun 30. nóvember. Aðstandendur höfðu það að leiðarljósi að hafa aðgöngueyri eins lítinn og mögulegt var. Miðaverð á hátíðna er því einungis kr. 2.300/- og kr. 1.000/- á stök kvöld. Ljóst þykir að fjalirnir munu eiga erfitt með að tolla á Paddy's og því ekki seinna vænna en að fara og tryggja sér miða. Forsala miða á Rockville 2008 er á Paddy's og í Hljómval við Hafnargötu. Upplýsingar um dagskrá og fleira er að finna á www.myspace.com/rockvillepaddys og www.myspace.com/paddysforever

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024