Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rockville Festival á Paddy´s
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 10:48

Rockville Festival á Paddy´s

Aftan hópurinn sem staðið hefur fyrir hinum geysivinsælu Aftan Festivölum undanfarið verður með skemmtilega nýung um Ljósanæturhelgina. Hefur hópurinn brugðið á það ráð að koma á laggirnar Rockville Festival. Dagskrá Rockville tónleikanna er dagana 1.-3. september en alls koma 16 listamenn fram á tónleikunum um helgina.

Eftirtaldir aðilar munu leika á Rockville um Ljósanæturhelgina:
Dýrðin, Vonbrigði, Æla, Bacon, Matti Óla, Mextrakt, Killer Bunny, Vax, Alkæti og Hraun. Einnig koma fram hinir ýmsu tónlistarmenn sem kunnir eru á Aftan Festivölunum, s.s. Ingi Þór, Gugga og Halli, Addi og Óli og að ógleymdum Matta Óla sem mun selja breiðskífu sína „Nakinn“ á Paddy´s á Ljósanótt.

Yfirskrftin á veislunni, Rockville, er vitnun í ratsjárstöðina á Miðnesheiði sem stendur til að gjöreyða af heiðinni fræknu. Aðstandendur tónleikanna vilja með þessu vekja athygli á því að mögulegt væri að nýta byggingarnar sem þarna standa í eitthvað gott og nytsamlegt, t.d. tónlistarþróunarmiðstöð þar sem öll „hávaðamengun“ úr bílskúrum Suðurnesja myndi færast á heiðina. Enda er sú staðreynd löngum þekkt að Reykjanesbær er títt nefndur bítlabær Íslands og að rokksaga landsins átti sér upptök hér.

Veislan verður á Paddy´s og hefst á fimmtudag en þá koma fram Hraun, Æla og Vax. Á föstudag koma fram Dýrðin, Vonbrigði, Bacon og Mextrakt. Þá er ekki öllu lokið því á Laugardag, Ljósanótt, mun Aftan hópurinn vera með dagskrá í garðinum á bak við Paddy´s milli kl. 15:00 - 19:00. Svo kl. 20:00 mun Matti Óla koma fram á sviðinu inni ásamt hljómsveit en hann mun einnig vera með þjófstart á sölu á plötunni sinni. Hljómsveitirnar Killer Bunny og Rass munu síðan ljúka dagskrá Rockville Festival. Að sjálfsögðu má ekki gleyma að minnast á að af gömlum vana verður enginn aðgangseyrir rukkaður á þessum girnilegu tónleikum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024