Rockville 2006 á Paddy´s um Ljósanæturhelgina
Tónleikahátíðin „Rockville“ er nú haldin í annað skipti um Ljósanæturhelgina. Hátíðin fer fram frá fimmtudeginum 31. ágúst til sunnudagsins 3. september. Í fyrra var troðfullt á öllum kvöldum. Ekki er búist við að það verði annar háttur á núna enda dagskráin prýdd rjómanum af íslenskum jaðar-rokkveitum.
Þar ber að nefna Reykjavík!, Ælu, The Telepathetics og Koju sem allar gáfu nýverið út plötu. Einnig eru á listanum frábærar rokkgrúbbur s.s Jan Mayen, Benny´s Crespo Gang, Hellvar og Tommygun. Listamennirnir takmarkast þó ekki einungis við rokk því á föstudaginn kemur fram hip-hop sveit sem nefnist Kafteinn Hafsteinn og áhöfnin. Á laugardag, Ljósanótt, mun dagskráin færast í bakgarðinn á Paddy´s og kl. 18:00 koma þar fram sigurvegarar blúskeppni Rásar tvö; Klassart og Fjallaskáldin en einnig kemur fram blúsbandið Síðasti Séns. Á meðan býður vélhjólaklúbburinn Ernir upp á súpu fyrir svanga gesti.
Óhætt er því að segja að Reykjanesbær breytist í Rokk-þorp um Ljósanæturhelgina annað árið í röð og rúsínana í pylsuendanum er frír aðgangur alla dagana. Dagkráin er skipulögð af Aftan-hópnum í samstarfi við Paddy´s, Tuborg og XFM.
Dagskráin hljóðar þannig:
Fimmtudagur 31. ágúst
Kl. 21:00:
Benny´s Crespo Gang
The Telepathatics
Æla
Hraun
Föstudagur 1. september
Kl. 21:00
Kafteinn Hafsteinn og áhöfnin
Koja
Tommygun
Alkæti
Laugardagur 2. september. Ljósanótt
Kl. 18:00 í Paddy´s Garðinum:
Vélhjólaklúbburinn Ernir býður gestum upp á súpu.
Kl. 18:00 koma fram:
Síðasti Séns
Klassart
Fjallaskáldin
Kl. 00:00: Alkæti
Sunnudagur 3. september
Kl. 21:00
Hellvar
Lokbrá
Jan Mayen
Reykjavík!