RNB: Lukasz sigraði á Upplestrarkeppninni
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fór fram í gær í Bíósal Duushúsa þar sem öttu kappi tólf lesarar fyrir hönd sex skóla.
Það var Lukasz Serwatko úr Heiðarskóla sem bar sigur úr býtum, í öðru sæti var Hera Ketilsdóttir úr Myllubakkaskóla og í því þriðja Ingibjörg Ýr Smáradóttir úr Njarðvíkurskóla.
Keppendur lásu kafla úr sögunni Nonni eftir Jón Sveinsson, ljóð eftir Stein Steinarr og síðan ljóð að eigin vali. Þá las Jenný María Unnarsdóttir úr 8. bekk í Heiðarskóla kynningu á skáldi hátíðarinnar en Jenný var í 2. sæti í keppninni í fyrra.
Nemendur úr 7. bekk sáu um tónlistarflutning á hátíðinni.
Af vef Reykjanebæjar