Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

RNB: Kveikt á jólatrénu á laugardaginn
Þriðjudagur 2. desember 2008 kl. 14:32

RNB: Kveikt á jólatrénu á laugardaginn

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi á laugardaginn. Tréð er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar og er orðin löng hefð fyrir þessum viðburði á aðventunni.

Meðal þeirra sem koma fram eru Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
Barnakórar Holtaskóla og Heiðarskóla, jólasveinar koma í heimsókn og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Við þetta tilefni mun Herdís Egilsdóttir, rithöfundur, afhenda verðlaun fyrir teikningar og bréf um Skessuna frá Barnahátíð í Reykjanesbæ.

Athöfnin hefst kl. 18.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25