Rithöfundar lesa í grunnskólum
Síðustu vikurnar hafa rithöfundar komið í heimsókn í grunnskólana. Meðal rithöfunda má nefna Þorgrím Þráinsson, Gunnar Helgason, Þröst Jóhannesson, Ævar Þór Benediktsson, Kristínu Rögnu Gunnarsdóttir, Vilhelm Anton Jónsson, Þórdísi Gísladóttir og Hildi Knútsdóttir.
Þau lásu öll upp úr nýútkomnum bókum sínum og ræddu við nemendur. Nemendur kunnu vel að meta þessar heimsóknir og vonandi að þessar heimsóknir verði til að auka áhuga þeirra á lestri bóka.