Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 26. nóvember 2002 kl. 11:08

Risatónleikar í Reykjaneshöll

Laugardaginn 14. desember verður haldin Jólatónleikaveisla í Reykjanesbæ. Tónleikarnir hefjast kl 16:00 í Reykjaneshöll og er miðaverð aðeins 700 krónur en frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Um er að ræða stórtónleika með flestum þeim íslensku hljómsveitum sem gefa út nýjan disk fyrir jólin. Jólasveinar munu kíkja í heimsókn, einnig munu hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir verða til staðar að árita diskana sína.Þessir listamenn og hljómsveitir koma fram

- Írafár
- Í svörtum fötum
- Land og synir
- Daysleeper
- KK
- Hera
- Rúnar Júll
- Jóhanna Guðrún
- Eyjólfur Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024