Reynir Katrínar sýnir á Eyrarbakka
Reynir Katrínarson, sem gengur einnig undir nafninu Hvít Víðbláinn, galdrameistari og skapandi listamaður, opnar sýningu í Óðinshúsi á Eyrarbakka á laugardag.
Á sýningunni má finna málverk eftir Reyni sem og listmuni sem hann vinnur í stein. Einnig má a sýningunni finna altari sem hann vinnur á mahogny. Verkin eru bæði ný og eldri.
Einnig býður Reynir upp á tímapantanir í einkatíma í spálestur þar sem hann les úr steinum guðanna.
Á sunnudag kl. 17 sýna Gólarar seiðlætis sem framkalla seið til heiðurs Frygg og gyðjum Fensala. Þar koma fram, ásamt Reyni, þær Unnur Lárusdóttir og Arndís Jósepsdóttir.
Mynd/MHH - Dagskráin