Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Reynir alltaf að líta á björtu hliðarnar
Magnús Már Newman
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 23. október 2022 kl. 07:00

Reynir alltaf að líta á björtu hliðarnar

FS-ingur vikunnar

Nafn: Magnús Már Newman
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Listnámsbraut á tónlistarlínu.
Áhugamál: Tónlist, trommuleikur og fótbolti
„Stefnan mín fyrir framtíðina er líklega að halda áfram í tónlist og fara í nám í viðskiptafræði,“ segir Magnús Már en hann æfir og kennir á trommur. Auk þess spilar hann í hljómsveit og æfir fótbolta.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Skólamatar og fá að vera í tíma með öllum vinum mínum.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Aðallega til að vera í skóla í sama bæjarfélagi og ég bý í.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er helsti kosturinn við FS?

Helsti kosturinn er hvað það tekur stuttan tíma að komast í skólann.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mér finnst félagslífið mjög gott, það var ekki mikið að gerast síðustu tvö ár vegna Covid en nú fer þetta allt að koma aftur.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Ég hef trú á að minn maður Logi Þór muni fara langt í pólitíkinni.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Það eru nokkrir en ég held Eiður Orri taki titilinn í þetta skiptið.

Hvað hræðist þú mest?

Ekki neitt.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

Öll tónlistin hans Daniils er heit núna en það er kalt að það sé búið að hækka verðið á KFC box tilboðinu um 100 krónur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Þau eru ansi mörg en get nefnt Flauelsmjúk með Valdimar og Sweet/I thought you wanted to dance með Tyler The Creator.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er hjálpsamur og jákvæður.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

Spotify og Instagram.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Stefnan mín fyrir framtíðina er líklega að halda áfram í tónlist og fara í nám í viðskiptafræði.

Hver er þinn stærsti draumur?

Minn stærsti draumur er líklega að búa í Bandaríkjunum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Jákvæður, ég reyni alltaf að líta á björtu hliðarnar.