Reynir að láta gott af sér leiða um jólin
Gustav Helgi Haraldsson býr með fjölskyldu sinni í Njarðvík en hann starfar sem netsérfræðingur hjá Sensa í Reykjavík. Gustav ber út jólakortin á aðfangadag og mun byrja að versla jólagjafirnar þegar hann kemst í jólaskapið.
Hvar ætlar þú að verja aðfangadegi?
„Heima með fjölskyldunni.“
Ert þú byrjaður að kaupa jólagjafir?
„Nei, ég byrja þegar ég kemst í jólaskapið.“
Ert þú með einhverjar hefðir um jólin?
„Þegar ég var yngri fór pabbi alltaf með mig út á aðfangadag að bera út jólkortin á suðurnesjum, ég hef haldið í þá hefð og fer núna með föður mínum og börnum út að bera jólakort.“
Hvað verður í matinn á aðfangadag?
„Humarsúpa og hamborgarahryggur.“
Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin?
„Skelli sér út á Þorláksmessu og rölti um bæinn, skoði búðir og mannlífið.“
Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig?
„Ég reyni að láta ýmislegt gott af mér leiða yfir jólin, svo sem flestir eigi ánægjulegri jól.“