Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reynir 70 ára í dag
Fimmtudagur 15. september 2005 kl. 15:06

Reynir 70 ára í dag

Knattspyrnufélagið Reynir er 70 ára í dag og verður haldið upp á tímamótin með ýmsum hætti.

Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að styrkja Knattspyrnufelagið Reyni rausnarlega í tilefni áfangans og einnig vegna velgengninnar í ár.

Reynir náði framúrskarandi árangri í flestum deildum, þ.á.m. komust þeir upp úr 3. deild í fótbolta karla, komust upp úr 2. deild í körfuknattleik og náðu sögulegum árangri í yngriflokkastarfi í samvinnu við Grindavík og Víði. Alls hlutu deildir og yfirstórn Reynis 1.640.000 kr í styrki.

Meirihluti bæjarstjórnar lagði til eftirfarandi:
-að færa ksf. Reyni að gjöf kr. 300.000.- í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.

-að færa ksd. Reynis kr. 300.000.- að gjöf í tilefni þess að þeir hafa unnið sig upp um deild í samræmi við reglur bæjarfélagsins.

-að ksd. Reynis fái kr. 150.000.- í samræmi við aukafjárveitingu til deilda komist viðkomandi deild í úrslit.

-að færa unglingadeild ksd. Reynis kr. 240.000.- vegna mikils og góðs árangurs á árinu.

-að færa kkd. Reynis kr. 300.000.- þar sem þeir fóru upp um deild á árinu.

-að færa kkd. Reynis kr. 150.000.- þar sem þeir léku til úrslita í sinni deild.

-að bæjarstjórn styrki ksf. Reyni um kr. 200.000.- til að taka á móti gestum frá Vági vegna afmælishátíðarhalda um næstu helgi. Í því felst m.a. að Sandgerðisbær leggur til 35 manna hópferðabíl, þrjár stofur í Grunnskóla bæjarfélagsins til að taka á móti gestum ksd. Reynis, móttökunefnd VB mun hinsvegar búa á Fræðasetrinu. Bæjarstjórn mun hafa móttöku á vegum bæjarfélagsins fyrir gesti frá Vági á morgun kl. 19.30 – 21.30. Fræðasetrið verður til kynningar og sundlaug bæjarfélagsins verður gestunum til afnota.

Reynir leikur við VB á Sandgerðisvelli kl. 11 á laugardag.

Afmælis- og uppskeruhátíð verður haldin í Samkomuhúsinu Sandgerði á laugardaginn. Húsið opnar kl. 19. Veislustjóri er Ólafur Þór Ólafsson.
Á dagskrá eru m.a. ávörp formanns og þjálfara, afhending viðurkenninga, ýmis skemmtiatriði auk glæsilegs happdrættis og uppboðs á afar verðmætum búningi. Síðar um kvöldið leikur hljómsveitin Von fyrir dansi.
Almenn miðasala fer fram í Reynisheimilinu í kvöld á milli 20 og 22.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024