Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykti páskalambið sjálf
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 1. apríl 2021 kl. 20:06

Reykti páskalambið sjálf

Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir hefur verið heima síðustu mánuði að jafna mig eftir sjóslys. Hún svaraði nokkrum spurningum tengdum páskum.

Hvernig á að halda upp á páskana? 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ætli það verði ekki léttreykt lamb sem ég reykti sjálf hér í reykkofanum mínum.

Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat?

Fela páskaeggið og búa til skemmtilegar minningar.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? 

Ekkert öðruvísi þar sem við erum lítil fjölskylda hvort sem er.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? 

Ég elska lakkrís svo allt sem er með lakkrís er mitt uppáhalds.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur?

Sjaldan er ein báran stök.

Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19?

Þetta er flott, vonandi fylgja fleiri reglunum, ferðist innanhúss og krossa fingur fyrir því að hægt verði að klára að bólusetja þjóðina sem fyrst. Förum varlega.

Ertu búinn að fara á gosstöðvar?

Nei því miður, langar all svakalega en er enn fótbrotin svo ég læt myndir og myndbönd duga.